16. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. nóvember 2019 kl. 09:05


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:20
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:05

Anna Kolbrún Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson og Páll Magnússon boðuðu forföll.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Skýrsla umboðsmanns Alþingis um OPCAT-eftirlit með geðsviðum Landspítala á Kleppi Kl. 09:05
Á sameiginlegan fund allsherjar- og menntamálanefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og velferðarnefndar mættu Umboðsboðsmaður Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, Maren Albertsdóttir, aðstoðarmaður umboðsmanns og Rannveig Stefánsdóttir lögfræðingur. Þau gerðu grein fyrir skýrslunni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05